Gullhringur

Gullni Hringurinn er einn af vinsælustu dagsferðum á Íslandi. Í þessari ferð skoðum við marga merka staði á suðurlandi.

Fyrst munum við stoppa á Þingvöllum, en þar var Alþingi stofnað árið 930 og var þar starfrækt til ársins 1798. Þingvellir eru líka þekktir fyrir jarðfræðisögu sína en þar er hægt að sjá hvernig landið er að gliðna í sundur.

Frá Þingvöllum keyrum við í gegnum Laugarvatn og að Gullfosssi sem er einn þekktasti foss landsins en hann fellur niður í 32 metra gljúfur, til þess að vita meira um Gullfoss er hægt að fara inn á www.gullfoss.org.

Næsta stopp er í Haukadal þar sem Geysir er staðsettur. Geysir er þekktasti goshver í heimi en hefur ekki verið virkur í mörg ár, hins vegar er annar goshver þarna sem kallast Strokkur en hann gýs á nokkra mínútna fresti upp í 30 metra hæð.

Á leið okkar til baka munum við stoppa við foss sem kallast Faxi. Svo stoppum við líka við Skálholt sem er eitt þekktasta kirkjusetur á Íslandi.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755
eða á tölvupóstfangið landferdir@landferdir.is