Suðurstranda ferð
Keyrt er frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal. Ef veðrið er gott á leiðinni munum við sjá virkasta eldfjall Íslands, Heklu, einnig munum við sjá Eyjafjallajökul sem gaus árið 2010 og tafði alla flugumferð í Evrópu.
Við stoppum á Hvolsvelli og þaðan keyrum við að Seljalandsfossi sem er 60 metra hár foss, hægt er að ganga bakvið fossinn án þess að blotna.
Síðan er keyrt að Skógum sem er undir Eyjafjallajökli og þar stoppum við til þess að ná myndum af Eyjafjallajökli, þar er líka Skógarfoss sem er 60 metra hár foss og 25 metra breiður.
Við munum sjá Kötlu sem er eitt af stærstu eldfjöllum á Íslandi og er staðsett norður af Vík í Mýrdal og austur af Eyjafjallajökli. Katla er 1512 metra hátt eldfjall.
Á leið okkar til baka stoppum við í Reynisfjöru sem er náttúrulega svört sand fjara,
við munum einnig sjá Reynisdranga sem eru undir Reynisfjalli rétt hjá Vík í Mýrdal.
lágmarks þáttaka er 8 manns
Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755 eða í tölvupósti: landferdir@landferdir.is