Snæfellsnes ferð

Snæfellsnes-skagi er fallegur staður til þess að fara á, margir náttúru unnendur mæla með ferðum á Snæfellsnesið.

Fyrsta stopp er í Borgarnesi sem er staðsett í Borgarfirði.

Næsta stopp er við Snæfellsjökul sem er mjög sögufrægur jökul og það hefur verið skrifuð um hann skáldsaga sem kallast „ Ferðin að miðju jarðar“ (e. Journey to the Center of the Earth”) sem var skrifuð af franska rithöfundinum Julles Verne.

Síðan er stoppað við Arnarstapa sem er lítið fiskiþorp, staðsett nálægt fjallinu Stapafell á milli Hellna og Breiðavíkur.

Eftir stoppið við Arnarstapa er keyrt að Djúpalónsfjöru en þar er mjög gaman að fara í smá göngutúr,

þar eru 4 steinar sem sjómenn notuðu í gamla daga til þess að athuga styrk fólks.
Ef manneskja náði að lyfta steininum sem er 155 kg var sú manneskja talin full sterk/ur en ef manneskja gat bara lyft 140 kg var manneskjan talin hálf sterk/ur, ef manneskja gat einungis lyft steininum sem vegur 49 kg var manneskjan talin veikburða og ef einhver gat bara lyft 23 kg steininum var hann talin ónothæfur til vinnu. Þeir sem gátu ekki lyft steininum sem var 49 kg fékk ekki pláss á neinum báti.

Á leiðinni að ströndinni er hægt að sjá Breskan bát sem strandaði 1948. við keyrum svo suður  ströndina til Stykkilshólms og þaðan til Reykjavíkur.

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp í síma: 647 4755
eða í tölvupósti: landferdir@landferdir.is